Kynntu þér Gallerí, snjallt og hraðvirkt mynda- og myndskeiðagallerí sem Google hannaði til að hjálpa þér að:  
  
  ✨ Finna myndir á fljótlegri hátt með sjálfvirkri flokkun  
  😎 Líta sem best út með myndvinnslueiginleikum á borð við sjálfvirka myndvinnslu  
  🏝️ Nota minni gögn – það virkar án nettengingar og tekur lítið pláss  
  
  SJÁLFVIRK FLOKKUN  
  
  Á hverri nóttu flokkar Gallerí myndirnar þínar sjálfkrafa eftir fólki, sjálfsmyndum, náttúrumyndum, dýramyndum, skjölum, myndskeiðum og kvikmyndum.  
  Gallerí hjálpar þér að halda skipulagi á hlutunum svo að þú getir eytt styttri tíma í að leita að mynd af vini þínum eða fjölskyldumeðlim og meiri tíma í að deila minningum með þeim.*  
  
  SJÁLFVIRK MYNDVINNSLA  
  
  Gallerí felur í sér einfalda myndvinnslueiginleika á borð við sjálfvirka myndvinnslu þar sem hægt er að bæta útlit mynda með einum smelli.  
  
  STUÐNINGUR VIÐ MÖPPUR OG SD-KORT  
  
  Notaðu möppur til að flokka myndir eftir þínu höfði. Á meðan geturðu áfram skoðað, afritað og flutt á og af SD-korti á auðveldan hátt.  
  
  AFKÖST  
  
  Gallerí notar lítið pláss sem þýðir að þú hefur meira pláss fyrir myndirnar þínar. Þar sem þú notar ekki jafnmikið minni í tækinu hægir þetta ekki á símanum þínum.  
  
  VIRKAR ÁN NETTENGINGAR  
  
  Gallerí virkar sérstaklega vel án nettengingar svo þú getur á auðveldan hátt haft umsjón með og vistað allar myndirnar þínar og myndskeiðin án þess að ganga á gagnainneign þína.  
  *andlitsflokkun er ekki enn í boði í öllum löndum